Byrjandi
Offline
Forsaga:
Dyravörðurinn(dólgurinn) er að spúla planið eftir lokun.
Maður í skyrtu(sem við þekkjum ekki) gengur framhjá og segir: "ekki sprauta á mig."
Þegar maðurinn í skyrtunni er farinn framhjá og snýr baki í dyravörðinn sprautar dyravörðurinn á hann með slöngunni, kallar svo inn á staðinn á dyravarðafélaga sína.
Maðurinn í skyrtunni verður brjálaður yfir þessu(skiljanlega...), sparkar í skilti og talar við dyravarðadólginn á viðeigandi hátt, þ.e. "hvað ertu að gera?!" "af hverju ertu að sprauta á mig?!" og meira í þá áttina.
Þá snýr dólgurinn, ásamt félögum sínum, manninn í skyrtunni niður í jörðina.
Á þessum tímapunkti byrjar vídjóið.
Eftirsaga:
Dyravarðadólgurinn gengur að okkur og reynir að sannfæra okkur um að hinn hafi byrjað á því að sparka í skiltið og ógna honum ...þrátt fyrir að við hefðum verið á staðnum og séð að hann byrjaði með því að sprauta á manninn... ...
Síðar þegar dyravarðadólgurinn er búinn að skipta um föt, á leiðinni heim, kemur hann aftur að okkur segjandi "eruð þið ennþá hérna?" etc.
Við svörum með því að segja að hann sé klárlega dólgurinn í atvikinu.
Þá tekur hann rólega af sér jakkann og grípur allt í einu með báðum höndum um hálsinn á félaga mínum... (NB á mjög yfirvegaðan hátt...)
(síðast þegar ég vissi flokkuðust svona tök undir morðtilraunir ...en það gæti hafa breyst eitthvað nýlega á þingi ábyrgra dyravarða)
Ég losa hann frá félaga mínum ...og dólgurinn kallar á félaga sína.
Við hringjum bara í pólitíet og það virðist róa dólginn eitthvað því hann hættir að ráðast á okkur og stendur þarna eitthvað misgáfulegur.
Svo endar sagan á því að allir fara heim til sín og við hugsandi hvað við hefðum hitt mikinn dólg.